Snúningshurðin

ÉG GÆTI EINS SETT UPP SNÚNINGSHURÐ

Dauðinn í Diskheimi Terry Pratchett

Í „The Light Fantastic“, einni af hinum ágætu Diskheimsbókum Terry heitins Pratchett, kvartar Dauðinn þannig yfir mikilli umferð út úr ríki sínu. Þetta rifjast upp núna þegar ég enn einu sinni endurvek þetta horn mitt á veraldarvefnum.

Eins og á fyrri tilverustigum verður þetta nokkuð stefnulaust rabb, en búast má við einhverjum innleggjum um rafeindatækni og tækjasmíði, ásamt kannski einhverjum myndum. Með tilliti til reynslunnar er samt best að lofa engu um fjölda eða tíðni uppfærslna.

En, allaveganna, ég er kominn aftur.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.